Gangbrautin fjarlægð aftur

Búið er að fjarlægja regnbogagangbrautina í Laugardal í annað sinn. Gangbrautin var lögð af borginni til að minna á að Reykjavík sé litrík borg. Tvær hátíðir fara fram í Laugardalnum í dag, annars vegar Hátíð vonar, þar sem prédikarinn Franklin Graham talar, og hins vegar mannréttindahátíðin Glæstar vonir á vegum Samtakanna '78.

Regnbogabrautin var lögð í Laugardalnum í gær en fjarlægð af lögreglu síðdegis. Ástæðan var sú að lögreglan hafði ekki fengið upplýsingar frá borginni um að gangbrautin ætti að vera þarna um helgina. Hún var því lögð á nýjan leik. Í þetta skipti hafi verið notast við plastfilmur sem ætlaðar eru til notkunar á malbik.

Síðdegis í dag var regnbogagangbrautin hins vegar aftur horfin. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver fjarlægði gangbrautina.

„Þetta er annars vegur hluti af stefnunni að gera borgina litríkari og skemmtilegri og svo er þetta auðvitað líka til að minna á réttindabaráttu samkynhneigðra, að gefnu tilefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, í samtali við mbl.is í gær þegar hann útskýrði þá ákvörðun borgaryfirvalda að setja tvær gagnbrautir í regnbogalitum við Laugardalshöll.

Regnbogabrautin lögð á ný

Gangbrautir minna á réttindabaráttu hinsegin fólks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert