Gangbrautin fjarlægð aftur

Búið er að fjar­lægja regn­boga­gang­braut­ina í Laug­ar­dal í annað sinn. Gang­braut­in var lögð af borg­inni til að minna á að Reykja­vík sé lit­rík borg. Tvær hátíðir fara fram í Laug­ar­daln­um í dag, ann­ars veg­ar Hátíð von­ar, þar sem pré­dik­ar­inn Frank­lin Gra­ham tal­ar, og hins veg­ar mann­rétt­inda­hátíðin Glæst­ar von­ir á veg­um Sam­tak­anna '78.

Regn­boga­braut­in var lögð í Laug­ar­daln­um í gær en fjar­lægð af lög­reglu síðdeg­is. Ástæðan var sú að lög­regl­an hafði ekki fengið upp­lýs­ing­ar frá borg­inni um að gang­braut­in ætti að vera þarna um helg­ina. Hún var því lögð á nýj­an leik. Í þetta skipti hafi verið not­ast við plast­film­ur sem ætlaðar eru til notk­un­ar á mal­bik.

Síðdeg­is í dag var regn­boga­gang­braut­in hins veg­ar aft­ur horf­in. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um hver fjar­lægði gang­braut­ina.

„Þetta er ann­ars veg­ur hluti af stefn­unni að gera borg­ina lit­rík­ari og skemmti­legri og svo er þetta auðvitað líka til að minna á rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra, að gefnu til­efni,“ sagði Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs, í sam­tali við mbl.is í gær þegar hann út­skýrði þá ákvörðun borg­ar­yf­ir­valda að setja tvær gagn­braut­ir í regn­boga­lit­um við Laug­ar­dals­höll.

Regn­boga­braut­in lögð á ný

Gang­braut­ir minna á rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert