Jórunn dregur sig í hlé

Jórunn Frímannsdóttir.
Jórunn Frímannsdóttir. mbl.is/Ómar

Jórunn Frímannsdóttir hefur ákveðið að taka ekki sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og ætlar hún að draga sig úr starfi Sjálfstæðisflokksins í bili. Jórunn átti að taka sæti Gísla Marteins Baldurssonar sem tilkynnti í vikunni að hann væri hættur í borgarstjórn Reykjavíkur.

„Ég mun því biðjast lausnar frá störfum á borgarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag,“ skrifar Jórunn á Facebook-síðu sína.

„Ég er í mjög spennandi og krefjandi starfi hjá Blóðbankanum þar sem ég tel mig geta gert mikið gagn og vera að gera góða hluti. Mig langar að halda þar áfram og get ekki sinnt því með sóma ásamt því að vera borgarfulltrúi. 


Ég hef fylgt minni sannfæringu í mínum störfum og verið tilbúin að taka slaginn þegar á hefur þurft að halda. Nú mun ég nota krafta mína í þágu fólksins með öðrum hætti og vona að ég geti látið gott af mér leiða í störfum mínum hjá Blóðbankanum / Landspítalanum og í baráttunni fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Þar mun ég ekki liggja á liði mínu,“ segir Jórunn ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert