Regnbogabrautin lögð á ný

Vegfarandi sést hér ganga yfir regnboga-gangbrautina í dag.
Vegfarandi sést hér ganga yfir regnboga-gangbrautina í dag. mbl.is/Golli

Regnbogabrautin sem lögð var í Laugardalnum, sem síðan var fjarlægð af lögreglu, hefur verið lögð á nýjan leik. Hann segir misskilning hafa valdið því að hún var fjarlægð, sem stafaði af samskiptaleysi borgaryfirvalda og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Hann segir plankana setta upp til að minna á að Reykjavík sé litrík borg og að lögregla hafi verið látin vita af þessum framkvæmdum. Í þetta skipti hafi verið notast við plastfilmur sem ætlaðar eru til notkunar á malbik.

Tvær hátíðir fara fram í Laugardalnum í dag, annars vegar Hátíð Vonar, þar sem prédikarinn Franklin Graham talar, og hins vegar mannréttindahátíðin Glæstar Vonir á vegum Samtakanna '78.

Gangbrautir minna á réttindabaráttu hinsegin fólks

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert