Ef 5.000 króna seðill sem gefinn var út í apríl 1971 hefði átt að hafa sama kaupmátt í júlí 2013 þyrfti fjárhæð hans að vera 42.200 krónur.
Fjórum árum síðar, í janúar 1981, var gefinn út 500 kr. seðill og hefði fjárhæð hans í júlí þurft að vera 20.100 kr. til að ná kaupmætti við útgáfu. Sýnir þetta áhrif verðbólgunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þetta má lesa út úr rammagrein í Fjáramálainnviðum, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í vikunni. Þar er fjallað um útgáfu seðla og myntar og kemur þar einnig fram að 1.000 króna seðillinn sem gefinn var út í september 1984 hefði þurft að vera 9.300 kr. í júlí til að ná kaupmætti. Tveim árum síðar, í júní 1986, var gefinn út nýr 5.000 kr. seðill og hefði fjárhæð hans þurft að vera 29.700 kr. í júlí til að halda kaupmætti.