Regnbogamessa í Laugarneskirkju

Regnbogafáni blaktir nú við hún fyrir utan Laugarneskirkju.
Regnbogafáni blaktir nú við hún fyrir utan Laugarneskirkju. Sigurvin Lárus Jónsson

„Okk­ur lang­ar bara að opna dyrn­ar fyr­ir þeim sem ekki eru boðnir á þessa hátíð, sem er hinseg­in fólk. Við tök­um mjög skýra af­stöðu, þetta er ekki í okk­ar nafni sem þessi maður er að tala,“ seg­ir Sig­ur­vin Lár­us Jóns­son, prest­ur Laug­ar­nes­kirkju, en kirkj­an legg­ur ekki nafn sitt við heim­sókn Frank­lins Gra­hams á Hátíð von­ar sem nú fer fram í Laug­ar­dals­höll og mót­mæl­ir guðfræði hans.

Regn­boga­fáni blakt­ir nú við hún fyr­ir utan kirkj­una og hef­ur gert síðan í morg­un. Sig­ur­vin Lár­us sæk­ir ekki Hátíð von­ar, né þeir sem standa að þess­ari álykt­un í sókn­ar­nefnd kirkj­unn­ar.

Í kvöld, sunnu­dags­kvöldið 29. sept­em­ber, kl. 20.00 verður hald­in regn­boga­messa í Laug­ar­nes­kirkju. Um er að ræða guðsþjón­ustu þar sem hinseg­in fólk og ást­vin­ir þess eru sér­stak­lega boðin vel­kom­in til kirkju. Yf­ir­skrift mess­unn­ar er: Fögn­um fjöl­breyti­leika - krefj­umst mann­rétt­inda. Sig­ur­vin Lár­us sér um mess­una og aðalræðumaður kvölds­ins verður Aðal­björg Stef­an­ía Helga­dótt­ir. Aðal­björg, sem er fomaður sókn­ar­nefnd­ar, mun þar segja op­in­ber­lega í fyrsta sinn sögu föður síns, Helga Jós­efs­son­ar Vápna, en hann var um tíma for­stöðumaður hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar á Vopnafirði, kom út úr skápn­um á miðjum aldri og tók líf sitt m.a. sök­um for­dóma sem hann mætti meðal trú­systkina sinna. Þá mun Hinseg­in kór­inn syngja í kirkj­unni.

Boðskap­ur krist­inna manna um að sam­kyn­heigð sé synd veld­ur gríðarlegri þján­ingu

„Það er sann­fær­ing mín að sá boðskap­ur krist­inna manna í sam­tím­an­um að sam­kyn­hneigð sé synd sé vald­beit­ing og mann­rétt­inda­brot. Sú afstaða rétt­læt­ir og veld­ur gríðarlegri þján­ingu í heim­in­um og kynd­ir und­ir of­sókn­um og of­beldi á hend­ur hinseg­in fólki. Í ljósi sög­unn­ar mun hún flokk­ast með stuðningi kirkna við þræla­hald, kynþáttaaðgrein­ingu (apart­heid) og kven­fyr­ir­litn­ingu,“ seg­ir Sig­ur­vin Lár­us í pré­dik­un sinni sem lesa má á tru.is.

Þá seg­ir einnig í pré­dik­un­inni: „Um þessa helgi njót­um við heim­sókn­ar manns sem hef­ur gríðarleg völd, en hann er erf­ingi eins far­sæl­asta sjón­varps­trú­boðs sög­unn­ar og er met­inn á ann­an millj­arð ís­lenskra króna. Enda hafa aug­lýs­ing­ar og íburður komu hans borið þess merki. Þjóðkirkj­an hef­ur aug­lýst þenn­an viðburð, nokkr­ir þjóðkirkju­söfnuðir taka þátt í hátíðinni og hann seg­ist í kast­ljósviðtali vera hér í boði 80% kirkna lands­ins (Kast­ljós 27. sept­em­ber 2013). Þær kirkj­ur hafa ekki verið upp­gefn­ar en sókn­ar­nefnd og sókn­ar­prest­ur Laug­ar­nes­kirkju hef­ur lýst því yfir op­in­ber­lega að hann er ekki hér í okk­ar boði og við leggj­um ekki nafn okk­ar við þann boðskap sem hann pré­dik­ar. Guðfræði þessa manns er am­er­ísk bók­stafs­hyggja sem er ís­lensku þjóðkirkj­unni full­kom­lega fram­andi, menn­ing­ar­lega, stjórn­mála­lega og guðfræðilega.“

Laugarneskirkja tekur skýra afstöðu.
Laug­ar­nes­kirkja tek­ur skýra af­stöðu. Sig­ur­vin Lár­us Jóns­son
Laugarneskirkja í dag.
Laug­ar­nes­kirkja í dag. Sig­ur­vin Lár­us Jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert