Svikarar sjá sér leik á borði á leigumarkaði

mbl.is/Sigurður Bogi

Frum­skóg­ar­lög­mál rík­ir á leigu­markaði á höfuðborg­ar­svæðinu. Þess eru dæmi að fólk reiði af hendi greiðslu til að festa sér íbúð, án þess að hafa séð annað en mynd­ir af henni. Í þessu um­hverfi sjá svika­hrapp­ar sér leik á borði að hafa fé af fólki.

Borið hef­ur á ein­kenni­legri fram­setn­ingu á sum­um aug­lýs­inga­vefj­um, þar á meðal bland.is og á leigu­vef mbl.is. Al­gengt munst­ur er að hús­eig­and­inn seg­ist vera stadd­ur er­lend­is og geti því ekki sýnt íbúðina en lyk­ill­inn verði af­hent­ur eft­ir greiðslu trygg­ing­ar.

Oft­ar en ekki fylg­ir sög­unni, þegar líður á sam­skipt­in, að marg­ir fleiri hafi áhuga á hús­næðinu og því ríði á að ganga frá samn­ing­um sem fyrst. Þegar á reyn­ir er svo íbúðin alls ekki til út­leigu eða jafn­vel ekki til.

Marg­ir höfðu sam­band við svika­hrapp

Raun­in virðist vera sú að jafn­vel þótt viðvör­un­ar­bjöll­ur klingi um að ekki sé allt með felldu séu sumt fólk komið í svo þrönga stöðu í hús­næðis­leit að ör­vænt­ing­in verði skyn­sem­inni yf­ir­sterk­ari og það láta til­leiðast. 

Nokkr­ar aug­lýs­ing­ar hafa á síðustu vik­um verið tekn­ar út af leigu­vef mbl.is eft­ir að grun­ur vaknaði um svik. Hins­veg­ar sést að áður en þær voru fjar­lægðar höfðu tug­ir not­enda, jafn­vel hátt í 100 manns á ein­um degi, sent fyr­ir­spurn­ir til þess sem aug­lýsti. 

mbl.is ræddi í vik­unni við ung­an mann í hús­næðis­leit sem sagði fólk taka mikla sénsa á leigu­markaðnum. „Auðvitað vill maður helst fá að skoða íbúðina áður en maður seg­ir já eða nei, en það er varla hægt því and­rúms­loftið er þannig að fyrst­ur kem­ur, fyrst­ur fær. Fólk er jafn­vel að taka íbúðir sem það hef­ur bara séð mynd­ir af.“

Rétt er að taka fram að mbl.is hef­ur sent lög­reglu all­ar hald­bær­ar upp­lýs­ing­ar um grunaða svika­hrappa. Þá má benda á að ef grun­semd­ir vakna hjá fólki um að eitt­hvað sé bogið við aug­lýs­ingu á mbl.is er hægt að senda ábend­ingu á net­deild@mbl.is.

Ættu að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um

Hafliði Þórðar­son, lög­reglu­full­trúi hjá fjár­muna­brota­deild Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að sem bet­ur fer hafi ekki mörg mál ratað inn til þeirra þar sem fólk hafi tapað fé vegna leigu­íbúðas­vindls. „Það er eng­in holskefla í þessu, en það eru dæmi um það og auðvitað sárt fyr­ir þá sem lenda í því.“

Svika­aug­lýs­ing­ar má yf­ir­leitt þekkja af ákveðnum atriðum. Á leigu­vef mbl.is hafa slík­ar aug­lýs­ing­ar t.d. átt það sam­eig­in­legt að þar virðist vera not­ast við þýðing­ar­vél Google til að setja text­ann sam­an. Stund­um hef­ur lýs­ing­unni á íbúðinni verið raðað sam­an úr öðrum aug­lýs­ing­um og stemm­ir text­inn þá illa við mynd­irn­ar við nán­ari at­hug­un.

Hafliði seg­ir að ákveðin atriði ættu að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um. Fyr­ir það fyrsta eigi alltaf að forðast að leggja fram greiðslu án þess að hafa fengið neitt í hend­urn­ar. Þegar selj­and­inn fær­ist stöðugt und­an því að hitta kaup­and­ann, eða sýna íbúðina, með ein­hverj­um af­sök­un­um þá sé það sterk vís­bend­ing um að brögð séu í tafli.

„Menn spila líka þann leik að þykj­ast vera svo­lítið fák­unn­andi, þannig að þér finn­ist þú hafa yf­ir­hönd­ina í viðskipt­un­um. Svo á end­an­um hugs­ar fólk kannski að það megi bara ekki missa af þessu tæki­færi og dríf­ir sig í að borga til að festa sér íbúðina,“ seg­ir Hafliði. 

Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir …
Þess eru dæmi að fólk tapi pen­ing­um sem það greiðir fyr­ir­fram til að festa sér leigu­íbúð sem síðan reyn­ist ekki vera til. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert