Fimmtíu meintir vændiskaupendur yfirheyrðir

Höfuðstöðvar lögreglunnar á Suðurnesjum.
Höfuðstöðvar lögreglunnar á Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú yfirheyrt um fimmtíu meinta vændiskaupendur vegna rannsóknar á máli tæplega fertugrar lettneskrar konu, sem stundaði vændi hér á landi undir mismunandi nöfnum. Lögregla hafði fylgst með henni um skeið, meðal annars vegna gruns um að hún stæði að flutningi ungra kvenna til landsins vegna vændisstarfsemi.

 Konan var svo handtekin í lok ágústmánaðar ásamt íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa haft tekjur af vændisstarfseminni. Þau voru  úrskurðið í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Konan sætti síðan farbanni, en því hefur nú verið aflétt og er hún farin af landi brott.

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á þessu umfangsmikla vændiskaupamáli miðar vel, en yfirheyrslur standa enn yfir. Stefnt er að því að rannsókninni ljúki á næstu vikum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert