„Erfitt að finna betri mann“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er erfitt að finna betri mann en Pál Matthíasson til að gegna þessu vandasama starfi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar frétta af því að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hafi skipað Pál Matthíasson sem forstjóra Landspítalans en hann hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri geðsviðs sjúkrahússins.

„Kristján Þór Júlíusson á hrós skilið fyrir valið,“ segir Árni Páll ennfremur og sendir Páli bestu óskir um góðan árangur í starfi. „Við eigum öll mikið undir því að Landspítalinn verði áfram í fremstu röð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert