Hávaðinn stafaði af eldvarnarkerfi Þórs

Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn Ljósmynd/Jósef Ægir Stefánsson

Svo virðist sem eldvarnarkerfi varðskipsins Þórs hafi bilað, með þeim afleiðingum að hann þeytti flautu sína, íbúum miðsvæðis í Reykjavík til mikils ama.

Mikill hávaði var í miðborg Reykjavíkur vegna þess sem virðist vera skipsflautur frá höfninni. Mbl.is bárust ábendingar frá Seltjarnarnesi, Skerjafirði og Vesturbæ.

Eldri kona taldi að um neyðarflautur almannavarna væri að ræða og hringdi á lögregluna, en aðrir töldu jafnvel að um sökkvandi skip væri að ræða. Óhljóðin stóðu yfir í á bilinu 5 til 10 mínútur.

Enginn var hins vegar eldurinn um borð í Þór, og um bilun að ræða samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Skipsflautur þeyttar í Reykjavíkurhöfn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert