30% 25-64 ára aðeins með grunnmenntun

Grunnskólabörn að leik.
Grunnskólabörn að leik. Morgunblaðið/Ómar

Árið 2012 hafa 47.100 manns á aldrinum 25-64 eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi, samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Það eru 29,3% íbúa og hefur fækkað úr 34,6% árið 2003. Alls hafa 35,8% íbúa mest lokið starfs- og framhaldsmenntun, þ.e. lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, 57.600 manns. Þá hafa 56.300 manns lokið háskólanámi, eða 35,0% íbúa á Íslandi á þessu aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 27,7% íbúa. 

Mikill munur er á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 24,2% íbúa á aldrinum 25-64 ára eingöngu lokið grunnmenntun en 40,9% hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 37,8% íbúa aðeins lokið grunnmenntun og 24,7% lokið háskólamenntun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert