Dró konuna út úr bílnum

00:00
00:00

Tals­verður viðbúnaður var hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í gær­kvöldi vegna öku­manns sem ók glæfra­lega og sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um lög­reglu. Maður­inn hafði nokkru áður ekið á aðra bif­reið á gatna­mót­um Breiðholts­braut­ar og Sel­ás­braut­ar skammt frá Rauðavatni.

Bif­reið manns­ins var óöku­fær eft­ir árekst­ur­inn sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Eft­ir árekst­ur­inn gekk hann yfir að hinni bif­reiðinni og vildi að kon­an sem ók henni kæmi út úr henni. Kon­an neitaði og dró maður­inn hana þá út úr bif­reiðinni. Því næst sett­ist hann sjálf­ur und­ir stýri og ók á brott eft­ir Breiðholts­braut­inni í vesturátt.

Lög­regla veitti mann­in­um eft­ir­för á hinni stolnu bif­reið og fór annað framdekkið und­an bif­reiðinni skammt frá Álfa­bakka. Ökumaður­inn hélt engu að síður áfram ferðinni og tókst lög­reglu að lok­um að stöðva hann á Kringlu­mýr­ar­braut við Bú­staðaveg. Maður­inn var hand­tek­inn og gist­ir nú fanga­geymsl­ur lög­reglu.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli fram­ferði öku­manns­ins.

mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert