Engar breytingar á ráðherrum

Frá ríkisráðsfundinum í morgun.
Frá ríkisráðsfundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundar með ráðherrum ríkisstjórnarinna en fundurinn hófst klukkan 11:00.

Um reglulegan fund er að ræða að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en aðspurður segir hann engar breytingar standa til á fundinum á ráðherraskipan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert