Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundar með ráðherrum ríkisstjórnarinna en fundurinn hófst klukkan 11:00.
Um reglulegan fund er að ræða að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en aðspurður segir hann engar breytingar standa til á fundinum á ráðherraskipan.