Tilkynnt var í gær til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um dauðan og rotnandi skíðishval í fjöru í landi Lambastaða á Mýrum. Bóndi á næsta bæ gekk fram á hvalshræið í fjörunni þar sem hann var að huga að fé, segir í frétt frá lögreglunni.
Lögreglan fór á staðinn og kannaði aðstæður og tók myndir. Hvalurinn sem er um 18 metra langur var sýnilega búinn að vera dauður í fjörunni í nokkurn tíma. Trúlegast hefur hvalinn rekið þarna upp í síðasta stórstreymi og suðvestan stormi.