Reikna með um 500 milljóna afgangi

00:00
00:00

Í fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt var fram á Alþingi í dag er gert ráð fyr­ir 458,7 millj­óna króna af­gangi. Lækka á miðþrep tekju­skatts­ins úr 25,8% í 25%. Leggja á banka­skatt á fjár­mála­stofn­an­ir í slitameðferð, en það á að skila 11,3 millj­örðum í nýj­ar tekj­ur til rík­is­sjóðs.

Sex ár eru síðan fjár­málaráðherra lagði síðast fram fjár­laga­frum­varp sem gerði ráð fyr­ir að af­gang­ur yrði á rekstri rík­is­sjóðs. Fjár­lög þessa árs gera ráð fyr­ir 3,7 millj­arða halla, en Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði á blaðamanna­fundi í dag að horf­ur væru á að hall­inn yrði 31,1 millj­arður, sem er litlu minni halli en á ár­inu 2012.

Lækka út­gjöld um 12 millj­arða með aðhaldi

Bjarni sagði meg­in­at­riði þessa frum­varps væri að ná jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um og stöðva skulda­söfn­un rík­is­sjóðs. Til þess að ná þessu mark­miði væri gripið til aðgerða á fjór­um sviðum. Í fyrsta lagi væri gripið til nauðsyn­legra aðhaldsaðgerða á gjalda­hlið. Í öðru lagi væru skatt­stofn­ar breikkaðir og stig­in skref í lækk­un skatta. Í þriðja lagi væri gripið til aðgerða með það að mark­miði að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna og í fjórða lagi væri reynt að örva at­vinnu­lífið til auk­inna um­svifa.

Bjarni sagði að ráðuneyt­un­um hefði verið gert að skera niður með al­mennu aðhaldi. Þetta skilaði 3,6 millj­örðum eða 0,8% af veltu fjár­laga. Til viðbót­ar væru sér­stak­ar aðhaldsaðgerðir sem skila 2,6 millj­örðum. Fallið yrði frá ný­leg­um verk­efn­um eða verk­efn­um sem ekki væri byrjað á, en það skilaði 5,8 millj­örðum í lægri út­gjöld­um. Sam­tals fæli þessi sam­drátt­ur út­gjalda í sér sparnað upp á 12 millj­arða eða 2,5%.

Skatt­leggja fjár­mála­stofn­an­ir í slitameðferð um 11,3 millj­arða

Stærsta tekju­öfl­un­araðgerð rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að gera breyt­ing­ar á banka­skatt­in­um sem fyrri rík­is­stjórn kom á. Sam­kvæmt gild­andi lög­um greiða fjár­mála­stofn­an­ir í slitameðferð ekki þenn­an skatt, en þessu á að breyta. Það skil­ar rík­is­sjóði 11,3 millj­örðum í nýj­um tekj­um. Skatt­pró­sent­an verður enn­frem­ur hækkuð.

Sam­hliða á að lækka svo­kallaðan fjár­sýslu­skatt, sem lækk­ar tekj­ur rík­is­sjóðs um 1,1%. Um 200 fyr­ir­tæki borga fjár­sýslu­skatt, m.a. trygg­inga­fé­lög, líf­eyr­is­sjóðir og fleiri. Um 20 fyr­ir­tæki hafa greitt banka­skatt. Bjarni sagði að þessi breyt­ing þýddi að skatt­ur­inn lækkaði á öll fjár­mála­fyr­ir­tæki nema stærri fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Tekju­skatt­ur í milliþrepi lækk­ar

Fjár­laga­frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að miðþrepið í tekju­skatti verði lækkað úr 25,8% í 25%. Bjarni sagði að þessi skatta­lækk­un kostaði rík­is­sjóð um 5 millj­arða króna. Hann sagði að um 80% af þeim sem greiða tekju­skatt, væru í þessu skattþrepi.

Fram­lög til elli- og ör­yrkju­líf­eyr­isþega og þeirra sem fá bæt­ur sam­kvæmt lög­um um fé­lags­lega aðstoð hækka um 5 millj­arða. Þá aukast út­gjöld rík­is­sjóðs til þessa mála­flokks um 3,4 millj­arða til viðbót­ar vegna fjölg­un­ar bótaþega og verðbóta. Bjarni sagði að sam­an­lagt væri þetta sá liður fjár­laga sem hækkaði mest milli ára.

Trygg­inga­gjald verður lækkað á næstu þrem­ur árum úr 7,35% í 7%. Gjaldið lækk­ar um 0,1 pró­sentu­stig á næsta ári, 0,1 pró­sentu­stig árið 2015 og 0,14 pró­sentu­stig árið 2016. Bein áhrif lækk­un­ar­inn­ar á út­gjöld fyr­ir­tækja er 3,8 millj­arðar þegar breyt­ing­arn­ar eru að fullu komn­ar til fram­kvæmda. Bjarni sagði þessa lækk­un hafa veru­leg áhrif hjá vinnu­afls­frek­um fyr­ir­tækj­um. Hann sagðist von­ast eft­ir að þetta ýtti und­ir fjár­fest­ing­ar hjá fyr­ir­tækj­um og hvetti þau til að ráða fleira fólk í vinnu.

Ekki er gert ráð fyr­ir nein­um tekj­um í fjár­laga­frum­varp­inu af sölu eigna, en hins veg­ar er í frum­varp­inu að finna heim­ild til að selja hlut rík­is­ins í fjár­mála­stofn­un­um.

Bjarni Bendediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2014 í dag.
Bjarni Bende­dikts­son fjár­málaráðherra kynnti fjár­laga­frum­varp árs­ins 2014 í dag. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert