Innheimta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi

Landspítalinn á að innheimta 200 milljónir á næsta ári með …
Landspítalinn á að innheimta 200 milljónir á næsta ári með sérstöku legugjaldi á sjúklinga. mbl.is/Golli

Fjár­laga­frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að sjúkra­hús hefji inn­heimtu á gjaldi á sjúk­ling­um sem leggj­ast inn á sjúkra­hús. Lagt er til í frum­varp­inu að gjaldið verði 1.200 krón­ur fyr­ir hvern legu­dag. Á þetta að skila Land­spít­al­an­um 200 millj­ón­um á næsta ári.

Nefnd und­ir for­ystu Pét­urs H. Blön­dal alþing­is­manns er að vinna að end­ur­skoðun og sam­ræm­ingu á gjald­skrám í heil­brigðisþjón­ustu.

Sam­kvæmt frum­varp­inu á Land­spít­al­inn að afla sér­tekna upp á 199,5 millj­ón­ir með inn­heimtu gjalds á hvern legu­dag. Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri á að sömu­leiðis að inn­heimta þetta gjald sem á að skila 22,1 millj­ón. Sam­tals er gert ráð fyr­ir að sér­tekj­ur sjúkra­húsa og heil­brigðis­stofn­ana hækki um 400 millj­ón­ir á næsta ári.

Hefja und­ir­bún­ing að bygg­ingu sjúkra­hót­els

Land­spít­al­inn fær sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu 39.776 millj­ón­ir á næsta ári. Það er aukn­ing um 3,6% frá fjár­lög­um þessa árs. 600 millj­ón­ir vegna tíma­bund­ins fram­lags til tækja­kaupa fell­ur niður. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að unnið sé að því að end­ur­meta þörf Land­spít­al­ans til tækja­kaupa og von­ast sé eft­ir að þeirri vinnu ljúki á haust­dög­um.

Gert er ráð fyr­ir fjár­veit­ingu í frum­varp­inu til að ljúka hönn­un á sjúkra­hót­eli sem reist verður á lóð Land­spít­al­ans. Reiknað er með að fram­kvæmd­ir hefj­ist um leið og hönn­un sé lokið, en áætlaður bygg­inga­kostnaður er 1,6 millj­arðar.

Áformað er að hefja að nýju starf­semi á Víf­ils­stöðum í þeim til­gangi að létta álagi af lyflækn­is­deild­um Land­spít­ala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert