Löggæslan fær 336 milljónir

Lögreglan fær aukin framlög samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Lögreglan fær aukin framlög samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða framlög til lögreglunnar og stofnana sem sinna öryggisgæslu aukin um 336 milljónir á næsta ári. Þessi aukning kemur til viðbótar hækkun vegna verðlags- og launabreytinga.

Framlög til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hækka um 38,2 milljónir fyrir utan hækkun vegna verðlagsbreytinga.

Framlög til Landhelgisgæslunnar aukast um 15 milljónir milli ára.

Mikill kostnaður af hælisleitendum

Framlög vegna hælisleitenda hækka um 220 milljónir á næsta ári. Allt stefnir í að heildarfjöldi dvalardaga hælisleitenda verði 72 þúsund á þessu ári. Það jafngildir því að um 197 hælisleitendur séu að meðaltali á daggjöldum hjá ríkissjóði. Kostnaður við hælisleitendur er því áætlaður 538 milljónir á þessu ári. Til viðbótar kemur 17 milljóna kostnaður Reykjanesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert