Margir vilja vera á bótum

Fráfarandi formaður Liðsstyrks segir hluta ungs fólks sáttan við að …
Fráfarandi formaður Liðsstyrks segir hluta ungs fólks sáttan við að vera án vinnu. mbl.is/Golli

„Við höfum séð það í þessari vinnu að ákveðinn hópur er sáttur við að vera á bótum og vill vera á bótum,“ segir Runólfur Ágústsson, fráfarandi formaður átaksverkefnisins Liðsstyrks, um viðhorf hluta ungmenna sem eru án vinnu til þess að þiggja bætur.

„Þetta unga fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það er með slíku að takmarka framtíðarmöguleika sína og í raun lokast inni í ákveðinni fátæktargildru. Átaksverkefni síðustu missera sýna að hægt er að brjóta upp það mynstur og bjóða þess í stað upp á raunveruleg tækifæri fyrir ungt fólk til náms og framtíðar,“ segir Runólfur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það áhyggjuefni að á síðustu árum skuli hafa orðið breyting á viðhorfi gagnvart því að þiggja bætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert