Stefnt að fjölskylduvænu samfélagi

Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnt á að hér sé þjóðfélag …
Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnt á að hér sé þjóðfélag sem allir þjóðfélagsþegnar búa við jöfn tækifæri og öryggi og njóta lögvarinna réttinda. Mbl.is/Eggert

Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hef­ur skipað verk­efn­is­stjórn sem falið er að móta fjöl­skyldu­stefnu til árs­ins 2020. Formaður nefnd­ar­inn­ar er Guðrún Valdi­mars­dótt­ir hag­fræðing­ur. Einnig verður skipaður sam­ráðshóp­ur til að tryggja breiða aðkomu og sam­ráð hags­munaaðila við mót­un stefn­unn­ar, seg­ir í til­kynn­ingu á vef vel­ferðarráðuneyt­is­ins.

„Ákvörðun um mót­un fjöl­skyldu­stefnu bygg­ist á stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag þar sem all­ir þjóðfé­lagsþegn­ar búa við jöfn tæki­færi og ör­yggi og njóta lögvar­inna rétt­inda. Sam­hliða stefn­unni verður lögð fram aðgerðaáætl­un.

Við mót­un stefn­unn­ar skal meðal ann­ars tekið til­lit til mis­mun­andi fjöl­skyldu­gerða. Stefna skal að því að tryggja fé­lags­leg­an jöfnuð, að all­ar fjöl­skyld­ur njóti sama rétt­ar og sé ekki mis­munað á grund­velli kynþátt­ar, fötl­un­ar, trú­ar­bragða eða kyn­hneigðar. Leitað verður leiða til að tryggja efna­hags­legt ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar og ör­yggi í hús­næðismál­um. Unnið verður að því að tryggja jafn­vægi á milli fjöl­skyldu- og at­vinnu­lífs og að jafna ábyrgð for­eldra á heim­il­is­haldi og upp­eldi barna. Leggja þarf áherslu á að tryggja vernd gegn of­beldi í nán­um sam­bönd­um og vernd og stuðning vegna of­neyslu áfeng­is og annarra fíkni­efna.

Við stefnu­mót­un­ina skal taka mið af gild­andi stefn­um og áætl­un­um inn­an sviðsins. Þá skal vinna sam­ráðshóps um aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ungs fólks höfð til hliðsjón­ar eft­ir at­vik­um, en hóp­ur­inn lauk störf­um í apríl síðastliðnum. Stefn­an skal inni­halda skýra framtíðar­sýn, mark­mið og skil­greind­ar aðgerðir í aðgerðaáætl­un þar sem fram kem­ur hver ber ábyrgð á þeim, ásamt tíma­áætl­un, kostnaðarmati og ár­ang­urs­mæli­kvörðum,“ seg­ir orðrétt á vef ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert