Tímabili sparnaðar lokið

Páll Matthíasson hyggst efla starfsandann.
Páll Matthíasson hyggst efla starfsandann. mbl.is/Golli

„Markmið mitt er að samhæfa vinnu alls þessa góða fólks á spítalanum þannig að við vinnum markvisst að því að sinna sjúklingum við sem bestar aðstæður. Það er langtímaverkefni en við þurfum að leggja af stað í því strax. Við getum ekki beðið.“

Þetta segir segir Páll Matthíasson, nýr forstjóri Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. „Verkefnið var að spara og halda samt þjónustunni. Nú er komið að því að bæta í og efla starfsandann. Við verðum að snúa vörn í sókn,“ segir hann.

Páll er settur forstjóri Landspítalans til 1. apríl 2014. Hann segir ótímabært að ræða hvort hann muni sækjast eftir fastráðningu. Hitt sé óhætt að fullyrða að verulegar breytingar muni verða á starfi sjúkrahússins á skipunartímanum. Vísar Páll í því efni til þess að fimm ára skipunartími framkvæmdastjórnar spítalans renni út á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert