Tvítugur dæmdur fyrir mök við 14 ára stúlku

Héraðsdómur Austurlands dæmdi manninn í eins árs skilorðsbundið fangelsi.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi manninn í eins árs skilorðsbundið fangelsi. mbl.is/Gúna

Tvítugur piltur var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynmök við 14 ára gamla stúlku. Þá var hann dæmdur til að greiða 250.000 krónur í miskabætur.

Pilturinn var 19 ára þegar hann framdi brotið,  en við þingfestingu málsins 3. september sl. játaði hann skýlaust það brot sem honum er gefið að sök í ákæru en hafnaði bótakröfu. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hann ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Þegar litið var til þess sem og játningar var fullnustu refsingarinnar frestað og fellur hún niður haldi pilturinn skilorð í tvö ár.

Segir í dómnum að í lögum sé fortakslaust bann við samræði og öðrum kynferðismökum við börn undir 15 ára aldri sett til verndar börnum og ungmennum af tilliti til þroska þeirra

Verjandi piltsins benti á að andlegt tjón væri ósannað og að annar maður hefði verið ákærður fyrir samskonar brot gegn sömu stúlku sem átti sér stað nokkrum dögum síðar. Dómurinn taldi hinsvegar að þó ekki væri sýnt fram á andlegt tjón fyrir væri brot af þessum toga til þess fallið að valda þeim sem fyrir verður margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Var pilturinn því dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur auk dráttarvaxta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert