Undirbúa setningu Alþingis

Alþingi verður sett í dag og er lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu að setja upp ör­ygg­is­girðing­ar í kring­um bygg­ing­una.

Þing­setn­ing­ar­at­höfn­in hefst kl. 13.30 þriðju­dag­inn 1. októ­ber með guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni. For­seti Íslands, bisk­up Íslands, for­seti Alþing­is, ráðherr­ar og alþing­is­menn ganga fylktu liði til kirkj­unn­ar úr Alþing­is­hús­inu. Séra Guðni Þór Ólafs­son, pró­fast­ur í Húna­vatns­pró­fasts­dæmi, pré­dik­ar og séra Hjálm­ar Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Dóm­kirkj­unni, þjón­ar fyr­ir alt­ari ásamt bisk­upi Íslands, frú Agnesi M. Sig­urðardótt­ur. Org­an­isti Dóm­kirkj­unn­ar, Kári Þorm­ar, leik­ur á org­el og kammerkór Dóm­kirkj­unn­ar syng­ur við at­höfn­ina.

Að guðsþjón­ustu lok­inni ganga for­seti Íslands, bisk­up Íslands, for­seti Alþing­is, ráðherr­ar, alþing­is­menn og aðrir gest­ir til þing­húss­ins.
For­seti Íslands set­ur Alþingi, 143. lög­gjaf­arþing, og að því loknu flyt­ur for­seti Alþing­is, Ein­ar K. Guðfinns­son, ávarp. Þing­setn­ing­ar­fundi verður síðan frestað til kl. 16.00.

Þegar þing­setn­ing­ar­fundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þing­manna. Fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2014 verður þá út­býtt.

Yf­ir­lit helstu atriða þing­setn­ing­ar:
Kl. 13.25 Þing­menn ganga til kirkju.
Kl. 13.30 Guðsþjón­usta.
Kl. 14.05 Þing­menn ganga úr kirkju í Alþing­is­húsið.
Kl. 14.11 For­seti Íslands set­ur þingið og flyt­ur ávarp.
Kl. 14.30 Strengja­kvart­ett flyt­ur Hver á sér fegra föður­land.
Strengja­kvart­ett­inn skipa Auður Haf­steins­dótt­ir og Pálína Árna­dótt­ir, fiðlur, Svava Bern­h­arðsdótt­ir, víóla og Bryn­dís Halla Gylfa­dótt­ir, selló.
Kl. 14.33 For­seti Alþing­is flyt­ur ávarp.
Kl. 14.40 Hlé á þing­setn­ing­ar­fundi fram til kl. 16.00.

Fram­hald þing­setn­ing­ar­fund­ar:
Kl. 16.00 Til­kynn­ing­ar, út­být­ing fjár­laga­frum­varps 2014 og hlutað um sæti þing­manna.
Kl. 16.20 Fundi slitið.

Stefnuræða for­sæt­is­ráðherra og umræður um hana verða miðviku­dags­kvöldið 2. októ­ber kl. 19.40.
Fjár­málaráðherra mæl­ir fyr­ir frum­varpi til fjár­laga fyr­ir árið 2014 þann 3. októ­ber kl. 10.30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka