Víkingarnir voru félagslyndir

Sverrir Vilhelmsson

Rannsóknir á Íslendingasögunum benda til þess að víkingarnir hafi frekar verið félagslyndir en grimmir. Vísindamenn við Coventry háskólann hafa afhjúpað margslungið félagslegt kerfi innan gömlu Íslendingasagnanna, kerfi sem véfengir hina dæmigerðu mynd af víkingunum sem yfirnáttúrulegum, ofbeldisfullum villimönnum.

Vísindamennirnir Pádraig Mac Carron og Ralph Kenna hafa gert ítarlega greiningu á samböndum meðal víkinganna sem lýst er í fornu handritunum til að varpa nýju ljósi á víkingasamfélagið.

Í rannsókn sem birt var í European Physical Journal, vörpuðu Carron og Kenna fram þeirri spurningu hvort leifar af raunveruleikanum gætu enn verið til staðar á blaðsíðum handrita víkingasagnanna og studdust þeir meðal annars við aðferðir frá tölfræðilegri eðlisfræði og félagsfræði.

Fræðimennirnir notuðu Íslendingasögurnar sem grunn fyrir rannsóknir sínar. Þrátt fyrir að sögulegt gildi sagnanna hafi vissulega oft verið gagnrýnt, þá trúa sumir að þær kunni þó að innihalda afbakaða mynd af alvöru samfélagi og styður rannsókn Carron og Kenna þessa tilgátu. Þeir kortlögðu tengslin milli rúmlega 1.500 persóna sem birtast í 18 sögum, þar á meðal fimm sérstaklega frægum Íslendingasögum.

Fræðimaðurinn Kenna segir að rannsóknin sýni að margt megi enn finna í sögunum og nýr fróðleikur komi í ljós þegar sögurnar eru skoðaðar frá nýju sjónarhorni og með nýjum aðferðum.

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert