„Einfarinn í fyrirmyndaríki sjálfs sín“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Mbl.is/Ómar

„Ísland er gott land og hvergi viljum við frekar búa. En nú er hvorki staður eða stund fyrir foringja að skrifa skáldsögur. Þessi ræða hljómaði eins og upphafskafli í skáldsögunni: „Einfarinn í fyrirmyndarríki sjálfs sín“. Það er saga sem getur ekki endað vel.“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði í ræðu sinni stjórnvöld skapa óvissu með yfirlýsingum sem eru ekki í takti við raunveruleikann. 

Ég hef áður bent á þá staðreynd að óboðleg svör ríkisstjórnarinnar skapa skaðlega óvissu og eru orðin sjálfstætt efnahagsvandamál. Hún boðar bara skammtímalausnir en finnst allar langtímalausnir flóknar, dýrar, óljósar og illframkvæmanlegar. Við þurfum ríkisstjórn sem treystir sér til að takast á við viðfangsefnin en horfir ekki í aðra átt og semur skáldsögur um eigin verk. Skammsýnin er augljósust í fyrirheitum um skuldalækkun. Forsætisráðherra hefur margboðað yfirvofandi heimsmet í þeirri keppnisgrein. Alheimsmet. Fjármálaráðherra kallaði áformin samt bara „vangaveltur“ í Kastljósi í gærkvöldi. En alheimsmetið er samt alveg að koma. Einhvern tímann.“

„Það eru að verða til tvær stéttir í þessu landi“

Um allt land heyrist sama sagan þegar spurt er um afkomu. Launin duga ekki. Enginn veit hvernig eigi að láta enda ná saman þegar líður á mánuðinn. Og nýútskrifaðir kennarar, með 310 þúsund krónur í byrjunarlaun, teljast til millitekjuhópa og fá nú í nýju fjárlagafrumvarpi fyrirheit um skattalækkun sem skilar þeim heilum 600 krónum. Hvorki meira né minna. Og fjármálaráðherrann boðar að menn eigi að stilla kröfugerð í hóf. Það eru að verða til tvær þjóðir í þessu landi. Annars vegar er fámenn forréttindastétt sem kann ekki aura sinna tal. Hin þjóðin, hinn mikli fjöldi í opinberri þjónustu og hefðbundnum atvinnugreinum, er bundinn við laun í ógjaldgengri krónu sem stöðugt rýrna, hækkandi skuldir og sér ekki framúr því hvernig eigi að kaupa innfluttar nauðsynjar. Hvernig eigi að endurnýja bílinn, ísskápinn eða þvottavélina.“

„Þjóðarhagur kallar á samstillt átak. Það þarf að byggja á hreinskiptni og raunsæi. Það dugar ekki að skrifa skáldsögur um tilbúinn veruleika.“

Össur Skarphéðinsson fylgdist með ræðu flokksbróður síns.
Össur Skarphéðinsson fylgdist með ræðu flokksbróður síns. mbl.is/Ómar Óskarsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir einbeitti sér að ræðuhöldunum.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir einbeitti sér að ræðuhöldunum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert