Hiti í nýliðnum september var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 en víðast var á landinu rúmlega einu stigi undir meðallagi síðustu tíu ár.
Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings um veðrið í septembermánuði. Úrkomusamt var á landinu og þurrkar víða daufir, að því er fram kemur í umfjöllun um veðráttunda í september í Morgunblaðinu í dag.
Meðalhiti í Reykjavík var 7,1 stig í september, 0,2 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990 en 1,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Er þetta kaldasti september í Reykjavík í átta ár, eða frá árinu 2005. Þá hafa úrkomudagar í Reykjavík aðeins tvisvar áður frá árinu 1920 verið fleiri en í sumar.