Komu ekki nálægt deiliskipulaginu

Loftmynd af gömlu höfninni og nýju byggðinni við Vesturbugt.
Loftmynd af gömlu höfninni og nýju byggðinni við Vesturbugt. Af vef Reykjavíkurborgar

Arki­tekta­stof­an Gra­eme Massie Architects birti í dag til­kynn­ingu á face­booksvæði Íbúa­sam­taka Vest­ur­bæj­ar þar sem tekið er fram að stof­an hafi ekki komið að vinnslu á deili­skipu­lagi Gamla hafn­ar­svæðis­ins eins og það ligg­ur fyr­ir nú. 

Á vefsvæði Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að breytt deili­skipu­lag Vest­ur­bugt­ar byggi á ramma­skipu­lagi Gra­eme Massie Architects fyr­ir Gömlu höfn­ina. 

Arki­tekta­stof­an átti vinn­ingstil­lögu í op­inni hug­mynda­sam­keppni um ramma­skipu­lag á gömlu höfn­inni í Reykja­vík árið 2009. Í til­kynn­ingu stof­unn­ar kem­ur hins veg­ar fram að stóra þætti í vinn­ingstil­lög­unni sé ekki að finna í deili­skipu­lag­inu. Segja þeir meg­in­stefið í til­lögu sinni hafi verið mjó stræti sem liggja niður að höfn­inni. Hæð hús­anna átti að vera fjöl­breytt og allt upp í fimm hæðir, en þeim stillt upp þannig að lít­ill skuggi falli á hafn­ar­bakk­ann sjálf­an. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að í nú­ver­andi deili­skipu­lagi myndi hús­in við hafn­ar­bakk­ann þétt­an vegg sem varpi skugga á hafn­ar­bakk­ann og geri hann þar með að lé­legu sam­komu­svæði.  

Enn­frem­ur seg­ir í til­kynn­ing­unni að arki­tekta­stof­an hafi ekki verið höfð með í ráðum við gerð deili­skipu­lags­ins. Eft­ir að hafa spurst fyr­ir um fram­vindu vinn­unn­ar við deili­skipu­lagið fékk stof­an send­ar teikn­ing­ar til um­sagn­ar. Þær um­sagn­ir hafi hins veg­ar ekki verið tekn­ar til greina, og er því deili­skipu­lagið nú afar ólíkt sig­ur­til­lögu þeirra og því sem ramma­skipu­lagið gerði ráð fyr­ir. 

Hér má sjá ramma­skipu­lagið sem byggði á til­lögu Gra­eme Massie Architects

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert