Eftir breytingar á götumynd Borgartúns er ekki lengur útskot að strætóstoppistöð við götuna. Strætisvagnar þurfa því að stoppa á miðri akrein til að taka upp eða hleypa út farþegum.
Eðlilega tefur þetta og stöðvar umferð þegar strætisvagnar þurfa að nema staðar við strætóskýli Borgartúns.
„Þrengingar af þessu tagi eru óheppilegar þegar ekki er gert ráð fyrir því að strætisvagnar geti stoppað fyrir farþegum án þess að stöðva alla umferð fyrir aftan sig,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigaenda, FÍB, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.