Safna til að greiða Agli

Egill Einarsson og lögmaður hans, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.
Egill Einarsson og lögmaður hans, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl. mbl.is/Rósa Braga

Sett hef­ur verið á fót vefsvæði inn­an sam­fé­lagsvefs­ins Face­book þar sem safnað er fé fyr­ir unga konu sem ný­verið var dæmd til að greiða fjöl­miðlamann­in­um Agli Ein­ars­syni bæt­ur fyr­ir um­mæli sem hún lét falla á sama miðli. Í morg­un höfðu þegar safn­ast 414 þúsund krón­ur.

Það var vin­kona kon­unn­ar, sú sama og kærði Egil og unn­ustu hans fyr­ir nauðgun, sem hóf söfn­un­ina en unga kon­an var dæmd til að 30 þúsund króna sekt í rík­is­sjóð og 100 þúsund krón­ur í bæt­ur til Eg­ils. Þá var henni gert að greiða 800 þúsund krón­ur í máls­kostnað. Kostnaður ungu kon­unn­ar vegna um­mæla sinna nálg­ast því eina millj­ón króna.

Um­mæl­in voru sett fram á Face­book síðu sem stofnuð var í kjöl­far þess að viðtal við Egil birt­ist í Monitor, fylgi­riti Morg­un­blaðsins, í nóv­em­ber 2012. Um­mæl­in voru „mögu­lega stelp­un­ar [sic] sem gillz nauðgaði, biðjast af­sök­un­ar að dreifa blaði þar sem nauðgari þinn er að segja að þú sért að ljúga út um all­an skól­ann þinn“.

Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir að um­mæl­in sem lát­in voru falla op­in­ber­lega hafi falið í sér af­drátt­ar­lausa full­yrðingu um að Eg­ill hefði gerst sek­ur um nauðgun. Þau hafi verið úr hófi fram og farið út fyr­ir mörk þess tján­ing­ar­frels­is sem kon­an nýt­ur. Þá hafi falið í sér ærumeiðandi aðdrótt­un í garð Eg­ils.

Um­mæl­in voru dæmd dauð og ómerk.

Enn á eft­ir að dæma í tveim­ur sam­bæri­leg­um mál­um sem Eg­ill höfðaði á hend­ur fólki sem hann taldi meiða æru sína.

Frétt mbl.is: Um­mæli um Egil ómerkt

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert