Samfylking hagnaðist um 41 milljón

Húsnæði Ríkisendurskoðunar.
Húsnæði Ríkisendurskoðunar.

Ríkisendurskoðun birti í dag útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2012. Enn sem komið er hafa aðeins þrír ársreikningar birst, Samfylkingarinnar, VG og Besta Flokksins. Allir stjórnmálaflokkarnir skiluðu inn ársreikningum á tilsettum tíma.

Í ársreikningi Samfylkingarinnar kemur fram að tekjur flokksins voru 145.465.722 krónur. Af þeim komu 104.067.146 krónur frá ríkinu, 10.798.818 frá sveitarfélögum, 2.225.000 frá lögaðilum og 19.665.671 krónur frá einstaklingum, en inni í þeirri tölu eru félagsgjöld. Aðrar rekstrartekjur náum 8.709.087 krónum.

Hagnaður án fjármagnsliða var 45.159.052 krónur, en heildarhagnaður 41.235.251 krónur.

Vinstrihreyfingin, grænt framboð, var í fyrra með heildartekjur upp á 92.406.063 krónur. Þar af komu 74.258.986 krónur frá ríkinu og 2.974.924 frá sveitarfélögum. Lögaðilar styrktu VG aðeins um 300.000 krónur í fyrra, en framlög frá einstaklingum náum 13.943.765 krónum.

Hagnaður VG í fyrra nam 22.699.598 krónum

Besti Flokkurinn bauð fram til sveitarstjórnar í Reykjavík og fær því ekki framlög frá ríkinu. Flokkurinn fékk hins vegar 9.233.000 krónur frá Reykjavíkurborg, og eru það hans einu tekjur. Hagnaður Besta Flokksins í lok árs nam 476.602 krónum.

Útdrætti úr ársreikningunum má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert