Baltasar: Hrikalegt áfall

Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

„Hvað get ég sagt. Þetta er hrika­legt áfall fyr­ir kvik­myndaiðnaðinn á Íslandi seg­ir Baltas­ar Kor­mák­ur, leik­stjóri 2 Guns, í viðtali við The Hollywood Report­er um boðaðan niður­skurð til kvik­mynda­gerðar á Íslandi sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu. Í grein­inni kem­ur fram að fram­lög­in verði skor­in niður um 40%, úr 1 millj­arði króna í um 625 millj­ón­ir.

„Ég held að all­ir hafi átt von á því að eitt­hvað yrði skorið niður en ekki í lík­ingu við þetta.“

Í um­fjöll­un The Hollywood Report­er seg­ir að Baltas­ar geri enn ís­lensk­ar kvik­mynd­ir og stóli þá á stuðning kvik­mynda­sjóðs.

„Það er nán­ast óger­legt að byggja upp framtíð fyr­ir ís­lenska kvik­mynda­gerð ef haldið verður áfram að skera niður,“ seg­ir Baltas­ar enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert