Skurðstofa í Eyjum mönnuð fram í nóvember

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE).
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE).

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra hef­ur, í sam­starfi við bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja, skipað starfs­hóp sem á að fjalla um skipu­lag heil­brigðisþjón­ustu í Eyj­um og gera til­lög­ur um fyr­ir­komu­lag þjón­ust­unn­ar.

Fram kem­ur á vef heil­brigðisráðuneyt­is­ins að hóp­ur­inn muni hafa hag­kvæmni og öfl­uga grunnþjón­ustu í þágu bæj­ar­búa að leiðarljósi. Hópn­um er ætlað að skila til­lög­um 15. nóv­em­ber næst­kom­andi, og hef­ur ráðherra falið for­stjóra sjúkra­húss­ins að tryggja mönn­un skurðstofu þangað til.

Í hópn­um sitja fyr­ir hönd ráðuneyt­is­ins  Ófeig­ur Tryggvi Þor­geirs­son sem leiðir störf hóps­ins og Stein­unn Sig­urðardótt­ir. Fyr­ir hönd bæj­ar­ins Hjört­ur Kristjáns­son og Trausti Hjalta­son. 

Sam­hliða starfar einnig ann­ar hóp­ur sem á að fara yfir skipu­lag fæðing­arþjón­ustu í Vest­manna­eyj­um. Þeim hóp er gert að ljúka sinni vinnu 1. nóv­em­ber nk. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert