Átta sóttu um stöðu sóknarprests

Átta hafa sótt um stöðu sóknarprests.
Átta hafa sótt um stöðu sóknarprests. Eggert Jóhannesson

Átta manns sóttu um embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega en séra Guðjón Skarphéðinsson hefur verið prestur þar frá árinu 1995. Umsóknarfrestur rann út 26. september síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

  • Arnaldur Máni Finnsson, guðfræðingur
  • Séra Bára Friðriksdóttir
  • Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur
  • Elín Salóme Guðmundsdóttir, guðfræðingur
  • Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur
  • Ólöf Margrét Snorradóttir, guðfræðingur
  • Páll Ágúst Ólafsson, guðfræðingur
  • Séra Ursula Árnadóttir

Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að sóknarbörn í Staðastaðarprestakalli hafi farið fram á almenna prestskosningu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji sóknarprestinn. Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það.

Kosning fer fram laugardaginn 2. nóvember 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Í Staðastaðarprestakalli eru sex sóknir, Staðarhraunssókn, Kolbeinsstaðasókn, Fáskrúðarbakkasókn, Staðastaðarsókn, Búðasókn og Hellnasókn.

Kirkjan á Staðarstað
Kirkjan á Staðarstað mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert