Hætt við legugjald ef 200 milljónir finnast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

 „Auðvitað er eitt og annað sem þarf að laga til í fjár­laga­frum­varp­inu, það verður gert í meðför­um þings­ins á næstu mánuðum og á þeim tíma munu fjár­lög­in auðvitað taka breyt­ing­um,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra á fundi kjör­dæm­is­ráðs Fram­sókn­ar­flokks­ins í NA kjör­dæmi í dag. Hann áréttaði nauðsyn þess að skila halla­laus­um fjár­lög­um. Viku­dag­ur grein­ir frá þessu.

 „Mikið hef­ur verið rætt um heil­brigðismál­in, sem er eðli­legt. Þar er niður­skurðinum lokið, þar er ekki verið að skera niður, eins og gert hef­ur verið ár eft­ir ár. Það get­ur vel verið að í fjár­laga­vinn­unni finn­ist leiðir til að for­gangsraða enn frek­ar í þágu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Legu­gjöld­um er ætlað að skila Land­spít­al­an­um um 200 millj­ón­um og ef menn finna 200 millj­ón­ir ein­hvers staðar ann­ars staðar, þá ætti að vera hægt að skipta þeim fjár­mun­um út. Ég á allt eins von á því að fjár­laga­nefnd­inni tak­ist að finna út úr þessu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð á kjör­dæm­isþing­inu, sem haldið er í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert