Hrunið eins og náttúruhamfarir

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti erindi á málþingi í tilefni …
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti erindi á málþingi í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hruni. Ómar Óskarsson

„Til ham­ingju með dag­inn!“

Svona hófst er­indi Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar sem hann flutti á málþingi í dag, í til­efni þess að fimm ár eru liðin frá hruni og upp­skar hann kátínu fund­ar­manna við það. 

Er­indi Guðna fjallaði það hvernig sag­an hef­ur og mun dæma hrunið. Guðni líkti hrun­inu við mann­skæðar nátt­úru­ham­far­ir, að því leyti að viðbrögðin­væru eins. Fyrst kem­ur áfallið, og brugðist er við því með neyðaraðgerðum, líkt og það þegar neyðarlög­in voru sett. Svo tek­ur við doði, síðan reiði áður en þung­lyndið hell­ist yfir mann. 

5 ár ekki lang­ur tími í sögu­legu sam­hengi

„Sum­ir segja að blaðamenn skrifi fyrsta upp­kast af sög­unni, áður en sagn­fræðing­ar sjá um rest­ina,“ sagði Guðni og vísaði þar til þess að þegar blaðamenn skrifa sög­una aðeins ör­stuttu eft­ir að at­b­urður á sér stað, liggi ekki fyr­ir all­ar upp­lýs­ing­ar. Það sé því fyrst eft­ir lang­an tíma, þegar öll viðkom­andi gögn hafa verið skoðuð að hægt sé að fella dóm sög­unn­ar.

Hann vitnaði til um­mæla Geor­ge W. Bush þar sem hann sagði að sagn­fræðing­ar framtíðar­inn­ar myndu verða þeir sem sæju um að dæma hann, og það yrði löngu eft­ir hans tíma. Með þessu vilji hann meina að ekki sé hægt að sjá áhrif ákv­arðana hans fyrr en lengri tími er liðinn. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar líta dags­ins ljós og geta breytt öllu á svip­stundu. 

Skýrsl­an mik­il­væg­ur gagna­banki

Guðni fjallaði nokkuð um rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is og fór yfir það sem mætti telja styrk­leika og veik­leika henn­ar. Hann sagði að með henni hefði vissu­lega skap­ast gríðarleg­ur gagna­banki sem sagn­fræðing­ar framtíðar­inn­ar gætu leitað í. En þeirri spurn­ingu var jafn­framt velt upp, hvort of skamm­ur tími hefði verið liðinn frá hruni áður en slík rann­sókn­ar­skýrsla var gerð.

Hann vitnaði til fleygra orða sem féllu í fjöl­miðlum þegar rann­sókn­ar­skýrsl­an kom út. „Nú vit­um við allt.“ Guðni seg­ir margt eiga enn eft­ir að koma í ljós, til dæm­is þegar leynd verður aflétt af skjöl­um sem eru í geymslu er­lendra rík­is­stjórna eða þegar aðilar taka að gefa út end­ur­minn­ing­ar sín­ar. 

Get­um aldrei orðið sam­mála

Að lok­um sagðist Guðni fagna því að við byggj­um í ríki þar sem hægt væri að tak­ast á um rann­sókn­ar­skýrsl­ur og dóms­mál. Aðeins í alræðis­ríkj­um væri bú­inn til einn sann­leik­ur sem hvergi yrði ve­fengd­ur. 

„Það er fagnaðarefni að hægt sé að tak­ast á um or­sak­ir banka­hruns­ins aðeins með orðin að vopni.“

Íslend­ing­ar tóku gagn­rýni sem árás

Vík­ing­ar, banka­menn og ís­lensk nátt­úra

Frá málþingi um 5 ár frá hruni sem fram fór …
Frá málþingi um 5 ár frá hruni sem fram fór í dag. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert