Það er hálka á Akureyri en þar snjóaði í nótt líkt og víðar á Norðausturlandi. Vegagerðin varar við hálku víða um land en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður vindur að norðan í dag.
Skíðafólk gleðst væntanlega en stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli 30. nóvember og hafa opið til aprílloka.
Veðurspá næsta sólarhringinn
Norðlæg átt 5-13 norðantil í dag og lítilsháttar él, en austlægari og smáskúrir sunnanlands. Bjart að mestu á Vesturlandi. Hvessir með suðausturströndinni í nótt, með úrkomu en dregur úr vindi víðast hvar á morgun og rofar til. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst, en nálægt frostmarki fyrir norðan.