Ók dauðadrukkinn á móti umferð

Á þriðja tímanum í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að fólksbifreið sé ekið á móti umferð á Hringbraut. 

Í Kópavogi veita lögreglumenn bifreiðinni athygli og er hún þá mikið skemmd eftir árekstur. Í fyrstu virti ökumaður ekki stöðvunarmerki lögreglu. Greiðlega gekk að stöðva aksturinn því bifreiðin var vart ökufær. 

Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri  var mjög ölvaður hann var færður í fangageymslu. Bifreiðin var færð af vettvangi með kranabifreið.  Ekki er vitað hvað bifreiðinni var ekið á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert