Geimfaraferðamennska á Húsavík

Bandarískir geimfarar voru við æfingar hér á landi á sjöunda áratugnum vegna undirbúnings fyrir tunglferðir, en Ísland þótti góður staður til æfinganna vegna fjölbreyttrar jarðfræði þess.  Ungur Húsvíkingur, Örlygur Hnefill Örlygsson, hefur sett upp sýningu um þessar æfingar og segir að uppi séu hugmyndir um að tengja þær enn frekar ferðamennsku á Húsavík.

„Mér finnst þessi aðkoma Íslendinga að tunglferðum Bandaríkjamanna stórmerkileg,“ segir Örlygur Hnefill. „Það, að við höfum átt þátt í henni, finnst mér ánægjulegt. Þeir voru hér 1965 og ´67 við æfingar og flestir þeirra sem fóru til tungslins komu hér og það var gaman að fá einn af þeim hingað um daginn, Bill Anders sem var í áhöfninni á Appollo 8.“

Flug Appollo 8 var, að sögn Örlygs Hnefils, fyrsta flugið að tunglinu og í kringum það. „Í rauninni fóru þeir tíu hringi um  tunglið. Þangað hafði ekki verið farið áður og þetta var gert til að sjá að ferð þangað væri yfirhöfuð möguleg áður en Armstrong fór þangað og lenti. Hann kom hér og var hér við tökur á heimildarmynd sem við erum að vinna að og þar á að gera þessum æfingum skil,“ segir Örlygur Hnefill.

Örlygur Hnefill segir þessi tengsl við geimfarana bjóða upp á nýja möguleika í móttöku ferðamanna til Húsavíkur.

„Þetta vekur athygli. Bandaríkjamenn sem koma hér eru mjög áhugasamir um þetta, þeir eru stoltir af þessu og finnst gaman að sjá þessar tengingar. Öflugt fyrirtæki hér á svæðinu sem heitir Fjallasýn hyggst næsta sumar gera út á þetta. Þeir  eru að selja Bandaríkjamönnum þá hugmynd að fara á æfingaslóðir geimfaranna þeirra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert