„Ísland rís upp úr öskustó hrunsins“

Ísland er að rísa upp úr öskustó bankahrunsins og þjóðernisstolt er áberandi fimm árum eftir hrunið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Guardian í kvöld.

Þar er fjallað um nýja ríkisstjórn landsins undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem Guardian segir að hafi undanfarin ár verið helsti baráttumaðurinn gegn erlendum kröfuhöfum sem enn herji á Ísland eftir bankahrunið.

Í greininni er fjallað um Icesave-reikninga Landsbankans sem hundruð þúsunda almennra borgara í Bretlandi og Hollandi lögðu fé sitt inn á. Enda var þeim lofað öryggi og háum vöxtum. Þegar Landsbankinn féll hafi erlendir sparifjáreigendur setið eftir með sárt ennið.

Samkvæmt Guardian eru erlendu kröfuhafarnir nú að kanna lagalega stöðu sína ef þeir telja ríkisstjórn Sigmundar Davíðs ganga of hart gagnvart þeim.

Greinin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka