Ummæli forsætisráðherra óskiljanleg

Katrín jakobsdóttir og Árni Páll Árnason stinga saman nefjum á …
Katrín jakobsdóttir og Árni Páll Árnason stinga saman nefjum á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að um­mæli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra um fjár­laga­frum­varpið verði sí­fellt óskilj­an­legri.

„Hann gafst upp á að tala fyr­ir fjár­laga­frum­varp­inu áður en fjár­málaráðherr­ann náði að mæla fyr­ir því. Aldrei áður hef­ur for­sæt­is­ráðherra gef­ist svo hratt upp á að rétt­læta ráðstaf­an­ir í fjár­laga­frum­varpi, seg­ir Árni Páll á Face­book síðu sinni í dag.

Stjórn­ar­andstaðan að ákveða for­gangs­röðun fjár­laga?

„Nú seg­ir hann að stjórn­ar­andstaðan eigi að ákveða for­gangs­röðun í fjár­laga­frum­varp­inu,“ bæt­ir Árni Páll við og vís­ar í um­mæli Sig­mund­ar Davíðs á fundi kjör­dæm­aráðs Fram­sókn­ar­flokks­ins í NA-kjör­dæmi í gær, þar sem hann sagði að eitt og annað þyrfti að laga í frum­varp­inu og að það mundi auðvitað breyt­ast í meðför­um þings­ins.

„Það get­ur vel verið að í fjár­laga­vinn­unni finn­ist leiðir til að for­gangsraða enn frek­ar í þágu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar,“ sagði for­sæt­is­ráðherra m.a. í gær og talaði sér­stak­lega um mögu­leik­ann á að „finna ann­ars staðar“ þær 200 millj­ón­ir sem ætlað væri að legu­gjöld skiluðu Land­spít­al­an­um. 

„Ég á allt eins von á því að fjár­laga­nefnd­inni tak­ist að finna út úr þessu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð á kjör­dæm­isþing­inu.

Árni Páll seg­ir að stjórn­ar­andstaðan sé svo sem al­veg til í það að ákveða for­gangs­röðun í fjár­laga­frum­varp­inu. „[En] velt­um þá fyr­ir okk­ur hvort meiri­hlut­inn sé þá til­bú­inn  að afla tekna frá vin­um sín­um, t.d. með hækk­un veiðigjalds?

Og ef svo er, til hvers er þá rík­is­stjórn­in?“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra flyt­ur stefnuræðu sína á Alþingi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert