Fólk slakar á ef ég er með vínglas

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur segist hættur að gera athugasemdir eða afþakka þegar honum er rétt vín sem gerist oft. Hann segir að þá þurfi hann að útskýra af hverju hann vilji ekki vín sem verði oft að vandræðalegu augnabliki. Hann segir áfengisneyslu vera of stóran þátt í íslenskri menningu. Forvarnardagurinn var haldinn í dag.

Í tilkynningu segir að á Íslandi hafi náðst mjög góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks á grunnskólastigi. Það þakka menn ýmsum þáttum. „Margvíslegt tómstundastarf hefur mikið gildi í þeim efnum, svo sem starf skáta, ungmennafélaga og íþróttahreyfingarinnar. Jafnframt skiptir afar miklu máli að foreldrar vakni til vitundar um þessi efni og ræði við börn sín og unglinga um valkostina í frístundastarfi og þá staðreynd að líkurnar á að áfengisnotkun verði síðar vandamál minnka stórlega með hverju ári sem unglingar draga það að bragða áfengi.“

Þá er á það bent að rannsóknir hafi meðal annars leitt í ljós að:

  • jákvæð þróun með minnkandi notkun áfengis og tóbaks haldi áfram í íslenskum grunnskólum.
  • íslenskir grunnskólanemar standi mjög vel í alþjóðlegum samanburði í þessum efnum.
  • veruleg aukning verði í notkun á áfengi á fyrsta ári í framhaldsskóla og telja margir nemar að foreldrar láti það óátalið að þau noti áfengi eftir að þau eru komin í framhaldsskóla.
  • notkun á áfengi og tóbaki hafi engu að síður farið heldur minnkandi í íslenskum framhaldsskólum á undanförnum árum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert