Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag til Strassborgar þar sem hann mun eiga fundi með ráðamönnum Evrópusambandsins í boði þingflokks jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Í þingflokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu sitja 194 þingmenn frá öllum 28 aðildarríkjum ESB.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni.
Árni Páll mun jafnframt hitta leiðandi þingmenn á Evrópuþinginu úr öllum flokkum. Hann mun funda sérstaklega með Hannes Swoboda, formanni þingflokks jafnaðarmanna, og Christian Dan Preda, sem leitt hefur vinnu við aðildarumsókn Íslands. Þá mun hann eiga sérstakan fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB og Maria Damanaki, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórninni. Annað kvöld ávarpar formaður Samfylkingarinnar þingflokk jafnaðarmanna á sérstökum þingflokksfundi og fjallar um Evrópusamvinnuna frá sjónarhóli Samfylkingarinnar og stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB