Fundar með ráðamönnum ESB

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hélt í dag til Strass­borg­ar þar sem hann mun eiga fundi með ráðamönn­um Evr­ópu­sam­bands­ins í boði þing­flokks jafnaðarmanna á Evr­ópuþing­inu. Í þing­flokki jafnaðarmanna á Evr­ópuþing­inu sitja 194 þing­menn frá öll­um 28 aðild­ar­ríkj­um ESB.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­fylk­ing­unni.

Árni Páll mun jafn­framt hitta leiðandi þing­menn á Evr­ópuþing­inu úr öll­um flokk­um. Hann mun funda sér­stak­lega með Hann­es Swo­boda, for­manni þing­flokks jafnaðarmanna, og Christian Dan Preda, sem leitt hef­ur vinnu við aðild­ar­um­sókn Íslands. Þá mun hann eiga sér­stak­an fund með Stef­an Füle, stækk­un­ar­stjóra ESB og Maria Dam­anaki, sem fer með fisk­veiðimál í fram­kvæmda­stjórn­inni. Annað kvöld ávarp­ar formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þing­flokk jafnaðarmanna á sér­stök­um þing­flokks­fundi og fjall­ar um Evr­ópu­sam­vinn­una frá sjón­ar­hóli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og stöðu aðild­ar­um­sókn­ar Íslands að ESB

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka