Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni hjá embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Að morgni 6. október var lögreglu tilkynnt að ætluð fíkniefni hefðu fundist inni á salerni í afgreiðslu Herjólfs. Er talið að þarna hafi verið um að ræða amfetamín, um 1 gramm.
Ekki er vitað hver er eigandi efnanna, segir í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum.