Annað sneiðmyndatækið komið í lag

mbl.is/Hjörtur

Fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum að sneiðmyndatækið á spítalanum við Hringbraut sé komið í lag en það bilaði um klukkan 14:00 dag og var viðgerð á því lokið skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Sneiðmyndatæki spítalans í Fossvogi hefur hins vegar verið bilað undanfarna fimm daga en búist er við að viðgerð á því takist á morgun og tækið þar með tekið í notkun.

„Framkvæmdastjórn boðaði þegar til skyndifundar með stjórnendum bráðamóttöku, röntgendeildar og gjörgæsludeilda. Á þeim fundi var sett upp áætlun sem tryggði að þeir sjúklingar sem gætu þurft tölvusneiðmyndatöku án tafar fengju hana í Orkuhúsinu. Tveir sjúklingar þurftu á þessari þjónustu að halda í dag. Gerðar voru ráðstafanir til þess að tryggja öryggi sjúklinga eins og unnt var við þessar óvenjulegu aðstæður,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert