Hátt í 480 milljarðar í vexti frá 2009

Vaxtagreiðslur ríkissjóðs frá efnahagshruninu.
Vaxtagreiðslur ríkissjóðs frá efnahagshruninu. mbl.is

Gífurlegur halli af rekstri ríkissjóðs frá efnahagshruninu hefur kallað á miklar lántökur og þar af leiðandi miklar vaxtagreiðslur úr ríkissjóði.

Vikið er að vaxtabyrðinni í viðauka með forsendum nýja fjárlagafrumvarpsins. Samanlagt er upphæðin núvirt um 480 milljarðar króna. Það gera 480 þúsund milljónir.

Til að setja þá tölu í samhengi er áætlað í fjárlagafrumvarpinu að tekjur ríkissjóðs verði 587,6 milljarðar á næsta ári. Þá má nefna að í kynningargögnum með frumvarpinu kemur fram að samanlagðar skuldir ríkissjóðs í lok árs 2013 verði um 1.500 milljarðar króna, eða um 85% af vergri landsframleiðslu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert