Skattur á fátækt fólk

AFP

Fjór­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi þess efn­is að mótuð verði viðskipta­stefna með það að mark­miði „að jafna sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar versl­un­ar gagn­vart er­lendri og lækka vöru­verð til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur.“ Slík stefna verði lögð fram á þingi í formi þings­álykt­un­ar­til­lögu fyr­ir 1. júlí á næsta ári.

„Liður í að ná þeim mark­miðum er að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag skatta­mála, þ.m.t. tolla og vöru­gjalda. Ísland er ekki í tolla­banda­lagi og hafa stjórn­völd fullt for­ræði á að lækka tolla,“ seg­ir í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni. Stjórn­völd hafi hins veg­ar til þessa fylgt þeirri stefnu að lækka ekki tolla nema á grunni gagn­kvæmra íviln­ana í gegn­um Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina (WTO), Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) eða með tví­hliða samn­ing­um. Þá hafi verið litið svo á að niður­fell­ing tolla ein­hliða veikti samn­ings­stöðu Íslands í fríversl­un­ar­viðræðum.

„Um leið og taka má und­ir mik­il­vægi þess að fjölga eigi fríversl­un­ar­samn­ing­um og ýta und­ir fríversl­un í heim­in­um á vett­vangi viðeig­andi alþjóðastofn­ana á sú viðleitni ekki að girða með öllu fyr­ir að ís­lensk stjórn­völd lækki álög­ur ein­hliða og án gagn­kvæmra íviln­ana,“ seg­ir enn­frem­ur. Þá seg­ir að eins og staða mála sé í dag séu vöru­gjöld og toll­ar skatt­ur á fá­tækt fólk enda sitji þeir upp með hærra vöru­verð sem ekki hafa efni á að ferðast til annarra landa til þess að versla.

Flutn­ings­menn þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar eru Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, Pét­ur H. Blön­dal, Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir og Vil­hjálm­ur Bjarna­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert