Myndband Bjarkar Guðmundsdóttur við lagið Mutual Core hlýtur tvær tilnefningar til UK Music Video-verðlaunanna í ár, annars vegar fyrir bestu tæknibrellur (Best Visual Effects) og hins vegar fyrir bestu listrænu stjórnun og hönnun (Best Art Direction & Design).
Verðlaunahátíðin fer fram þann 28. október næstkomandi en verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2008.
Myndbandið hlaut meðal annars verðlaunin „People’s Voice”, eða Rödd fólksins, á Webby-verðlaununum fyrir stuttu.
Myndbandið var framleitt af Sagafilm fyrir One Little Indian og leikstýrt af bandaríska leikstjóranum Andrew Thomas Huang. Myndbandið var tekið upp þarsíðasta sumar í stúdíói Sagafilm á Laugavegi en alls komu þrjátíu manns að gerð myndbandsins.
Starfsliðið var allt íslenskt fyrir utan leikstjórann og aðstoðartökumanninn sem komu að utan.