„Eðlilegur þakklætisvottur“

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að það sem helst hafi búið að baki vali á Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur hafi verið hennar kærleikur til Reykjavíkur og Íslands. „Fyrst og fremst finnst mér þetta vera eðlilegur þakklætisvottur.“

Eftir athöfnina í dag settist Jón niður með blaðamanni og fór yfir valið. Hann segir að hugmyndin hafi verið rædd á meðal borgarfulltrúa í nokkurn tíma og einhugur hafi verið um hana. Þetta sé gjörningur sem krefjist gríðarlegs undirbúnings og fyrst þurfti að hafa samband við Ono og athuga hvort hún vildi þiggja útnefninguna.

Jón vonast til að þetta verði til að vekja mikla og góða athygli á Reykjavík og á Friðarsúlunni, á mannréttindum og friðarmálum.

Frétt mbl.is: Íhugar að flytja til Reykjavíkur

Frétt mbl.is: Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert