ESB hætt við að refsa Íslandi?

Evrópuþingmaðurinn Pat
Evrópuþingmaðurinn Pat "the Cope" Gallagher. mbl.is/Styrmir Kári

Írski Evr­ópuþingmaður­inn Pat "the Cope" Gallag­her gagn­rýndi Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, harðlega á Evr­ópuþing­inu í dag fyr­ir að hafa ekki staðið við lof­orð sitt um að beita Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum vegna mak­ríl­veiða þjóðanna tveggja.

Fram kem­ur á írska frétta­vefn­um Do­negal­now.com að Gallag­her hafi sakað Dam­anaki um að sýna Evr­ópuþing­inu lít­ilsvirðingu með því að neita að ræða málið við sjáv­ar­út­vegs­nefnd þings­ins. Hann hafi bent á að Dam­anaki hefði í sum­ar lýst því yfir að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um áður en sum­ar­leyfi Evr­ópuþings­ins lyki. „Hún hef­ur ekki staðið við orð sín og nú neit­ar hún að hitta nefnd­ina og gera grein fyr­ir af­stöðu sinni fyrr en í síðasta lagi 27. nóv­em­ber. Að mínu mati er hún að sýna Evr­ópuþing­inu al­gera lít­ilsvirðingu.“

Mak­ríl­stofn­inn ekki of­veidd­ur

For­senda boðaðra refsiaðgerða gegn Íslandi og Fær­eyj­um hef­ur verið sú full­yrðing Evr­ópu­sam­bands­ins að rík­in tvö stunduðu ósjálf­bær­ar veiðar á mak­ríl en full­yrðing sam­bands­ins var byggð á ráðlegg­ing­um Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES). ICES birti síðastliðinn föstu­dag ráðlegg­ing­ar sín­ar fyr­ir næsta ár þar sem kom fram að mat þess und­an­far­in ár hafi ekki gefið rétta mynd af stærð stofns­ins og að hann hefði haldið áfram að stækka þrátt fyr­ir að veiðar und­an­far­inna ára hafi verið langt um­fram ráðlegg­ing­ar þess. Ráðlegg­ing­ar ICES fyr­ir næsta ár eru því til bráðabirgða meðaltal þess sem veitt var síðustu þrjú ár.

Fram kem­ur í frétt­inni að Gallag­her hafi fagnað ráðlegg­ing­um ICES fyr­ir næsta ár sem gæti leitt til lausn­ar mak­ríl­deil­unn­ar við Íslend­inga og Fær­ey­inga. Hins veg­ar lagði hann áherslu á að þjóðirn­ar tvær yrðu ekki verðlaunaðar í mögu­leg­um samn­ing­um á kostnað írskra sjó­manna sem gengið hefðu um mak­ríl­stofn­inn með ábyrg­um hætti.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert