Tilbúnir til að lána Baldur

Herjólfur ristir dýpra en Baldur.
Herjólfur ristir dýpra en Baldur. Morgunblaðið/Eggert

Stjórnendur Sæferða í Stykkishólmi hafa boðist til að leigja stjórnvöldum flóabátinn Baldur til ferjusiglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.

Þetta kemur fram í frétt í Skessuhorni. Baldur hefur leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Stjórnvöld hafa haft til skoðunar að leigja aðra ferju sem ristir grynnra til að sigla til Landeyjahafnar í vetur en að láta Herjólf sigla til Þorlákshafnar þegar hann kemst ekki í Landeyjahöfn. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær.  Gert er ráð fyrir heimild fyrir leigunni í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir í samtali við Skessuhorn, að Baldur standi stjórnvöldum til boða sem ferja milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Hann bendir á að nokkur reynsla sé komin á notkun skipsins við þær aðstæður sem eru í Landeyjahöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert