Vasapeningar barn síns tíma

Elín Hirst
Elín Hirst Árni Sæberg

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér til hljóðs á Alþingi í dag til að vekja athygli á hugtakanotkun sem hún telur barn síns tíma en er þó látin viðgangast. Nefndi hún í því sambandi öryrkja, eldri borgara og vasapening fólks á vistheimilum.

„Við tölum um öryrkja, þ.e. við einblínum á hvað viðkomandi einstaklingur getur ekki í staðinn fyrir að horfa á það sem hann getur. Það er unnið að því innan velferðarráðuneytisins undir forystu háttvirts þingmanns Péturs H. Blöndal að breyta því,“ sagði Elín.

Þá sagði hún að eldri borgari væri ágætlega virðulegt heiti en sagði samt ekki hægt að flokka fólk frá 67 ára aldri sem einn hóp. „Þetta er aldurshópur sem á það eitt sameiginlegt að vera á sama eða svipuðum aldri en samt ekki. Það er svo stórt bil sem er verið að tala um, frá 67 ára og til æviloka og einstaklingarnir eru eins ólíkir og þeir eru margir.“

Að endingu nefndi hún atriði sem hún lagði til að verði breytt hið snarasta. Það er að kalla peninga sem fólk fær á vistheimilum vasapeninga.

„Mér finnst það vanvirða. Vasapeningar eru í mínum huga peningar sem börn og unglingar fá frá foreldrum sínum til að eiga fyrir strætó o.s.frv. en ekki réttnefni á þeim peningum sem fólk á vistheimilum fær til ráðstöfunar úr ríkissjóði eftir að hafa skilað sínu ævistarfi og framlagi í sama sjóð. Ég legg til að því verði breytt hið snarasta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert