Borgin kanni útboðsleiðina

mbl.is/Eggert

Á borgarráðsfundi í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að borgin kannaði hagkvæmni þess að bjóða út rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að á sama tíma og kallað sé eftir auknu fjármagni til reksturs hússins, sé mikilvægt að skoða hvort nýta megi fjármunina betur og að útboð gæti verið ein leið til þess.

„Ég vil láta skoða hvernig tónlistar- og ráðstefnuhús eru rekin erlendis. Í einhverjum tilfellum eru það einkaaðilar sem reka slík hús, jafnvel nokkur saman, og ná þannig samlegðaráhrifum. Þá erum við að tala um samrekstur, innkaup á alls konar búnaði, aðgang að bókanakerfum ráðstefna og svo framvegis,“ segir Kjartan í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka